16/06/2024

Frábær árangur hjá Heiðu Ólafs

Heiða Ólafs - ljósm. Idol.isAðalheiður Ólafsdóttir frá Hólmavík hefur heldur betur slegið í gegn hjá íslensku þjóðinni með þátttöku sinni í Idol-keppninni sem sýnd er á sjónvarpsstöðinni Stöð 2. Hún er nú komin í þriggja manna úrslit sem haldin verða næstkomandi föstudag og tveir þeirra sem þá fá flest atkvæði keppa síðan til úrslita. Á vefsíðu Idol-keppninnar er viðtal og umfjöllun um gengi Heiðu í keppninni til þessa, auk fjölda mynda.


Í keppninni í gær söng Heiða tvö lög: Stephanie says (Lou Reed) og You are the sunshine of my life (Stevie Wonder). Það var Lísebet Hauksdóttir frá Ólafsfirði sem féll úr leik í gær eftir glæsilega frammistöðu.