12/12/2024

Frá skötuveislu á Drangsnesi

Nemendafélag Drangsnesskóla hefur haft þann ágæta sið nú í mörg ár að efna til skötuveislu á Þorláksmessukvöld í Samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi. Þessi veisla er vel sótt af íbúum Kaldrananeshrepps og ekki margir sem sitja heima. Foreldrar krakkanna hjálpa til í eldhúsinu og þau bera matinn fram og taka af borðum. Allur ágóði rennur svo í ferðasjóð krakkanna.

Myndin hér að neðan frá skötuveislunni í kvöld er tekin af Jenný Jensdóttur á Drangsnesi.