22/07/2024

Framsóknarfundi aflýst!

Fundi sem vera átti á Hólmavík í dag með frambjóðendum í prófkjöri Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi hefur verið aflýst vegna veðurs. Fundurinn átti að vera kl. 17:00 í Félagsheimilinu og á honum stóð til að kynna helstu stefnumál flokksins í kjördæminu. Leiðindaveður hefur verið á Ströndum í dag og síðustu nótt, eins og víðast hvar á landinu, og varð það til þess að fundinum var aflýst. Ekki hefur verið ákveðin önnur tímasetning að svo stöddu.