26/04/2024

Fólksfjöldi í nágrenni Stranda

Ef fólksfjöldaþróunin í nágrannasveitur okkar Strandamanna er skoðuð kemur margt athyglisvert í ljós. Þannig ná t.d. Húnaþing vestra (+5) og Dalasýsla (Dalabyggð (+7) og Saurbæjarhreppur (-3)) að halda sínum íbúafjölda milli ára og raunar bæta aðeins við. Eins virðist Súðavíkurhreppi (+0) hafa tekist með markvissum aðgerðum að stöðva fólksfækkunina, en eftir á að koma í ljós hvort mögulegt er að snúa vörn í sókn. Í Reykhólahreppi (-2) er lítilsháttar fækkun milli ára eða um 2 íbúa. Hrunið í Vesturbyggð (-52) heldur hins vegar áfram og fækkun er veruleg í Tálknafirði (-29), Bolungarvík (-17) og Ísafjarðarbæ (-24).

Íbúafjöldi 1.des.05

1.des.04

Breyting

Saurbæjarhreppur

77

80

-3

Dalabyggð

638

631

7

Reykhólahreppur

255

257

-2

Vesturbyggð

965

1.017

-52

Tálknafjarðarhreppur

297

326

-29

Bolungarvík

918

935

-17

Ísafjarðarbær

4.109

4.133

-24

Súðavíkurhreppur

235

235

0

Húnaþing vestra

1.173

1.168

5

Ef Vestfirðir og Strandir eru skoðaðar sérstaklega kemur í ljós á að árinu 2005 hefur íbúum í fjórðungnum fækkað um 149 íbúa.