15/04/2024

Flugeldasala Dagrenningar

Samkvæmt dreifibréfi verður flugeldasala Björgunarsveitarinnar Dagrenningar á Hólmavík opin sem hér segir: föstudaginn 29. des. frá 10-15 og 20-22, laugardaginn 30. des frá 14-22 og gamlársdag frá 10-15. Salan fer fram í húsi Björgunarsveitarinnar, Rósubúð, að Höfðagötu 9 á Hólmavík og er gengið inn frá Hlein. Flugeldasýning og áramótabrenna hefur ekki verið auglýst, en byrjað er að safna í brennu á Skeljavíkurgrundum.