05/10/2024

Félagsvist og maltkviss í Tjarnarlundi

580-skaldin6
Það er nóg um að vera hjá nágrönnum okkar í Saurbænum milli hátíðanna. Ungmennafélagið Stjarnan stendur fyrir félagsvist í Tjarnarlundi laugardaginn 29. desember kl. 20, húsið opnar kl. 19:30. Verð er 700 kr og sjoppa á staðnum. Gott að hafa í huga að enginn posi er á staðnum og því rétt að mæta með reiðufé. Þá stendur Þaulsetur sf. fyrir maltkviss spurningakeppni í Tjarnarlundi sunnudaginn 30. desember kl. 20. Verð er 500 kr fyrir liðið (2-3 í liði), fjölskylduvænar spurningar. Stjórnandi verður Sveinn Ragnarsson á Svarfhóli í Geiradal. Verðlaun og veitingar verða undir væntingum. Allir eru velkomnir á viðburðina.