22/12/2024

Fjölmenni á Bryggjuhátíð

Fjölmenni er á Bryggjuhátíð á Drangsnesi sem haldin er í dag, líklega um 800 manns, ef ritstjóra strandir.saudfjarsetur.is er ekki farið að förlast í ágiskunarkúnstinni. Fjölmargir atburðir eru nú búnir og fjörið hefur færst inn í Samkomuhúsið Baldur þar sem er skemmtidagskrá og svo verður ball í kvöld, einnig verður varðeldur og söngur. Veður var mjög skaplegt á Drangnesi í dag, þurrt en dálítill vindur. Hátíðin gekk mjög vel fyrir sig, en hún er nú haldin í 10 skipti. Hér fylgja nokkrar myndir sem teknar voru á hátíðinni í dag.

Bryggjuhátíð 2005 – ljósm. Jón Jónsson