13/10/2024

Drangsnesingar höfðu betur

Á Bryggjuhátíð á Drangnesi fer venjulega fram landsleikur á milli Drangsnesinga og Hólmvíkinga í knattspyrnu. Skapast oft mikil stemmning og spenna í kringum þennan leik og svo var einnig nú. Nokkur vindur var á vellinum, en setti þó ekki of mikinn svip á leikinn. Hólmvíkingar léku undan vindi í fyrri hálfleik og leiddu 2-1 í hálfleik, en í síðari hálfleik skoruðu Drangsnesingar tvö mörk og sigruðu 3-2. Síðasta markið kom alveg undir lok leiksins. Ritstjóri strandir.saudfjarsetur.is tók nokkar myndir sem fylgja hér með, en sennilega ætti hann að halda sig frá íþróttaljósmyndun því boltinn sjálfur sem allt snýst um sést bara á einni eða tveimur myndum. Á öðrum virðast menn vera að keppa í einhverri dularfullri hreyfilist.

3-2 fyrir Drangsnesinga – ljósm. Jón Jónsson