01/12/2024

Veður og færð

Færð á vegumÁ Ströndum er gert ráð fyrir norðaustan 10-15 m/s með snjókomu eða éljum fyrri part dags, en það dregur síðan úr vindi og úrkomu síðdegis. Suðvestan 5-10 og léttir til seint í nótt. Frost næsta sólarhringinn verður á bilinu 3 til 10 stig, kaldast til landsins. Hálka er á öllum vegum á Ströndum, en þrátt fyrir hana er greiðfært. Óvíst er hverng færð er á veginum norður í Árneshrepp, en hún gæti hafa spillst í gær og nótt.