16/06/2024

Hver er Strandamaður ársins 2004?

Hver er Strandamaður ársins?Nú styttist í að tilkynnt verði um úrslit í kosningu um Strandamann ársins 2004. Sú keppni var haldin nú í fysta skipti, að frumkvæði fréttamiðlanna Fréttirnar til fólksins sem Kristín S. Einarsdóttir ritstýrir og vefjarins strandir.saudfjarsetur.is. Ákveðið hefur verið að tilkynna niðurstöðuna fyrst á Spurningakeppni Strandamanna, en fyrsta keppniskvöldið verður á sunnudagskvöld. Alls fengu 32 einstaklingar atkvæði í kosningunni um Strandamann ársins 2004.