02/05/2024

Jón Gísli sigraði í Formúluleiknum

Keppni í Formúluleik strandir.saudfjarsetur.is lauk um helgina þegar síðasta mótið í Formúlu ársins var haldið í Kína. Þar brunaði Alonso glaðbeittur í mark og tryggði Renault heimsmeistaratitil bílasmiða, en áður hafði hann unnið sama titil í flokki ökumanna. Í Formúluleiknum sjálfum, þar sem á fjórða tug Strandamanna leiddu saman hesta sína í deildinni strandir.saudfjarsetur.is og kepptust við að setja saman sigurstranglegt formúlulið, stóð Jón Gísli Jónsson á Hólmavík uppi sem sigurvegari. Hann náði forskoti strax í fyrstu keppni í vor og hélt henni út tímabilið af miklu harðfylgi. Deildin strandir.saudfjarsetur.is varð síðan í öðru sæti í sveitakeppni á landsvísu af 394 sveitum sem skráðar voru til leiks.

3467 manns kepptu í þessari keppni á landsvísu og endaði Jón Gísli í 41. sæti, en var á tímabili í 10. sæti. Fær Jón Gísli veglegan farandbikar að launum til varðveislu í eitt ár, en síðasta árið hefur Veigar Arthúr Sigurðsson haft bikarinn uppi á hillu hjá sér. Hann lenti í 14. sæti í deildinni að þessu sinni. Röð 10 fyrstu keppenda í deildinni strandir.saudfjarsetur.is var annars þessi:

1. Óleyniskussi (Jón Gísli Jónsson) 37390
  2. seigur (Magnús Gústafsson) 37027
  3. TRÍTON (Jón Halldór Kristjánsson) 36838
  4. dvergarnir 3000 (Jón Jónsson) 36682
  5. Dino (Þröstur Áskelsson) 36657
  6. VRT (viking racing team) (Björn Ragnarsson) 36012
  7. KIMI MCLAREN (Sigurbjörn Jónsson) 35842
  8. Ísjakinn mikli (Sigfús Snævar Jónsson) 35717
  9. Tara (Hafdís Jóna Stefánsdóttir) 35059
  10. Jordan (Arnar Snæberg Jónsson) 34704

Á slóðinni http://lidsstjorinn.formula.is má fræðast meira um þennan leik sem verður endurtekinn að ári.