19/04/2024

Snjómokstur í Árneshrepp ræddur á Alþingi

Litla Ávík - ljósm. Jón G.G. Snjómokstur í Árneshrepp kom til umræðu á Alþingi í dag, eftir fyrirspurn Ásmundar Einars Daðasonar til samgönguráðherra Kristjáns Möllers um hvort ekki væri eðlilegt að vegurinn verði mokaður tvisvar í viku allan veturinn. Samgönguráðherra sagði allar snjómokstursreglur og þjónusta til skoðunar þessar vikurnar út af niðurskurði, en sú regla væri í gildi í Árneshreppi að mokað væri tvisvar í viku fram til 1. nóvember og síðan aftur um vorið frá miðjum mars. Sagði hann að vegurinn í Árneshrepp væri vandamál, en hann gæti ekki svarað því hvort þarna yrði aukið við eða haldið í horfinu varðandi snjómokstur, en það kæmi í ljós á næstunni. Umræðuna í heild sinni má nálgast undir þessum tengli