12/12/2024

Félagsstarf eldri borgara

Félagsstarf eldri borgara á Hólmavík hefst næstkomandi þriðjudag, kl. 14:00. Að þessu sinni verður félagsstarfið til húsa í Félagsheimilinu á Hólmavík. Félagsstarfið er opið öllum eldri borgurum, en þar hittast menn vikulega, vinna að margvíslegu föndri, drekka kaffi, spila og spjalla saman. Síðasta sumar hélt félagsstarf eldri borgara sýningu á listmunum sem unnir voru á liðnum vetri á hátíðinni Hamingjudagar á Hólmavík, en slík sýning er árviss. Umsjón með félagsstarfinu í vetur hafa Ingibjörg B. Sigurðardóttir og Ester Sigfúsdóttir.