12/09/2024

Útskrifaður af gjörgæslu

Maðurinn sem slasaðist þegar hann hrapaði í smalamennsku í Bitrufirði í gær, hefur verið útskrifaður af gjörgæslu. Samkvæmt mbl.is er ástand hans stöðugt að sögn vakthafandi læknis og maðurinn á batavegi. Maðurinn handleggsbrotnaði við fallið og hlaut áverka á rifbeinum og lungum, þó er ekki um alvarlega innri áverka að ræða. Maðurinn sem er á sextugsaldri er vakandi, samkvæmt upplýsingum frá LSH. Sími var bilaður í Bitru og Kollafirði þegar slysið varð og ekki er GSM-samband í botni Bitrufjarðar.