04/10/2024

Ernir með tónleika á Hólmavík

Karlakórinn Ernir verður á ferðinni um Hólmavík föstudaginn 24. apríl og heldur þá tónleika í Hólmavíkurkirkju kl. 18:00. Kórfélagar eru af öllum norðanverðum Vestfjörðum. Dagskráin er fjölbreytt og skemmtileg með einsöng, dúettum, tvöföldum kvartett og heilli Aldrei-fór-ég-suður-hljómsveit, sem heitir Yxna. Þar spilar á trommur hinn óviðjafnanlegi Hólmvíkingur Þorgeir Pálsson. Stjórnandi kórsins er Beata Joó og undirleikari Margrét Gunnarsdóttir.