Categories
Frétt

Hætt að birta stjórnmálagreinar

Ritstjórn vefjarins strandir.saudfjarsetur.is hefur ákveðið að hætta að birta aðsendar greinar um stjórnmál fyrir kosningarnar 2009. Gríðarlegt magn af greinum hefur borist undanfarna daga og bíður birtingar og ljóst að ekki vinnst tími til að vinna úr þeim haug, jafnvel þó lögð yrði nótt við dag. Jafnframt er ljóst að þessar sömu greinar eru einnig sendar til birtingar á fjölmarga aðra miðla þannig að menn geta þá bara nálgast þær á þeim vefmiðlum sem hafa mannskap og tíma til að sinna þessu efni. Til að gæta jafnræðis hafa jafnframt verið teknir út tenglar á þær greinar sem þegar hafa birst.  Vefurinn strandir.saudfjarsetur.is óskar öllum lesendum, nær og fjær, frambjóðum og kjósendum, ungum og öldnum, gleðilegs sumars.