19/09/2024

Ekkert spyrst til úrskurðar

Ekkert hefur enn spurst til úrskurðar Umhverfisráðherra vegna kæru Vegagerðarinnar út af niðurstöðu Skipulagsstofnunar um umhverfismat í tengslum við fyrirhugaðan veg um Arnkötludal og Gautsdal. Ráðherra átti í síðasta lagi að kveða upp úrskurð þann 9. desember 2005, ef farið hefði verið að lögum. Um það leyti bárust fréttir úr ráðuneytinu að töf hefði orðið á málinu en von væri á úrskurði í endaðan janúar 2006. Ekkert hefur hins vegar spurst til niðurstöðu ráðherrans ennþá og eru að verða komnir fjórir mánuðir fram yfir þann frest sem lögbundinn er.