13/09/2024

Hamingjufundur í gær

Í gærkvöld var haldinn íbúafundur á Hólmavík þar sem rætt var um Hamingjudagana sem haldnir verða dagana 29. júní – 2. júlí í sumar. Þar kynnti  Bjarni Ómar Haraldsson framkvæmdastjóri og meðlimir menningarnefndarinnar drög að dagskrá hátíðarinnar og fjárhagsáætlun. Ákveðið hefur verið að halda lagasamkeppni í vor í tilefni af hátíðinni og ef þátttaka verður næg verða lögin flutt opinberlega og valið á milli þeirra á kvöldskemmtun í tengslum við hreinsunarátak í bænum í maí. Mikið verður um dýrðir um hamingjudagana, ef allar áætlanir ganga eftir.

 

Á hamingjufundinum – ljósm. Jón Jónsson