15/04/2024

Drög að samgönguáætlun tilbúin

Drög að samgönguáætlun 2007-2018 liggja nú fyrir í Samgönguráðuneyti og má nálgast hana á með því að smella hér. Þar hefur verið opnaður nýr vefur um áætlunina, en vinna við hana er á lokastigi og ráðgert að leggja hana fyrir Alþingi í haust. Á þessum upplýsingavef er ætlunin að veita upplýsingar og fróðleik um hvað felst í áætluninni og annað í tengslum við hana. Ritstjórn strandir.saudfjarsetur.is hefur ekki farið yfir samgönguáætlunina sjálfa, en telur rétt að vísa lesendum veginn að upplýsingunum og mun svo birta fréttir um hver stefnan er fyrir Strandir næstu daga.