Categories
Frétt

Aðalfundur Ferðamálasamtaka Vestfjarða 2007

Ferðaþjónustan er margvíslegAðalfundur Ferðamálasamtaka Vestfjarða verður haldinn á Tálknafirði 4. og 5. maí næstkomandi, en samtökin eru grasrótarfélag ferðaþjóna á Vestfjarðakjálkanum. Núverandi formaður samtakanna er Sævar Pálsson á Hótel Flókalundi, en hann er uppalinn í Djúpavík. Fyrir hönd Strandamanna situr Jenný Jensdóttir á Drangsnesi í sjö manna stjórn. Í tengslum við fundinn mun handverksfólk á Vestfjörðum halda heildsölusýningu á handverki á Tálknafirði þessa daga og er tilvalið fyrir þá sem selja handverk á Vestfjörðum að líta við á sýningunni og skoða það sem er í boði.

Dagskrá fundarins er á þessa leið:

Föstudagur 4. maí

Klukkan 20-22
Fulltrúa stjórnmálaflokkanna, sem bjóða fram á Vestfjörðum kynna stefnu flokkanna í ferðamálum og sitja fyrir svörum.

Laugardagur 5. maí

Kl. 9-11 Aðalfundur:
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf
Önnur mál
Kl. 11-12 Kynning á nýjum vef Markaðsskrifstofu Vestfjarða- Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir
Kl. 12-13 Léttur hádegisverður í boði Ferðamálasamtakanna
Kl. 13-16
Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur
Valur Þór Hilmarsson, Umhverfisfulltrúi Ferðamálastofu
Helgi Arngrímsson kynnir vinnu við undirbúning og útgáfu göngukorta á Vestfjörðum.
Atvinnu- og ferðamálafulltrúar Vestfjarða fjalla um ferðatengd verkefni sem eru í gangi.
Kl. 16-18  Skoðunarferð í Tálknafirði
Kl. 19.30 Sameiginlegur kvöldverður og skemmtun.

Fundurinn er opinn og eru allir velkomnir að koma og hlusta á ýmis fróðleg erindi. Á aðalfundinum sjálfum hafa þeir einir atkvæðisrétt sem eru skráðir í samtökin og hafa greitt árgjald yfirstandi árs til félagsins.