14/09/2024

Blindhæðin við Hermannslund fær að fjúka

Nú er hafin vinna við veginn við Skeljavík í nágrenni Hólmavíkur, fast við Hermannslund. Þar á að lagfæra og fjarlægja blindhæð sem hefur verið mörgum ökumanninum til leiðinda í gegnum árin. Það er vinsæl iðja hjá mörgum Hólmvíkingum að fá sér göngu útfyrir bæinn og oft hafa menn og konur þurft að hafa mikinn vara á sér, sérstaklega á áðurnefndri blindhæð. Þó svo að vegabætur gangi ekki jafn hratt á Ströndum og íbúar svæðisins mundu vilja, er ljóst að það verður mörgum létt við þessa lagfæringu á veginum.

Ljósm. Arnar Jónsson.