01/12/2024

Byggðakvóta úthlutað

DrangsnesSjávarútvegsráðuneyti hefur ákveðið úthlutun byggðakvóta fyrir yfirstandandi fiskveiðiár. Byggðakvótinn er samtals 3,200 tonn og í hlut Strandamanna að þessu sinni komu samtals 110,5 tonn. Þar af fer ríflega helmingur til Hólmavíkur eða 69 tonn, á Drangsnes fara 31,5 tonn og 10 tonn koma í hlut Árneshrepps.

Sveitarstjórnum á Ströndum sem og öðrum sveitarfélögum sem fá úthlutað byggðakvóta bíður nú það verkefni að úthluta honum innan síns svæðis.
 
Í fréttatilkynningu frá ráðuneytinu segir að til grundvallar úthlutuninni vegna samdráttar í veiðum og vinnslu botnfisks er lagt mat á hver hlutfallsleg breyting hefur verið í veiðum og vinnslu á botnfiski í viðkomandi byggðarlagi á árunum sem liðin eru frá fiskveiðiárinu 1991/1992, og að vegna óvæntrar skerðingar er annars vegar komið til móts við byggðarlög sem hafa treyst á veiðar og vinnslu á rækju og hörpuskel sem veidd er innan íslenskrar lögsögu. Báðar þessar greinar sjávarútvegsins hafa mátt þola miklar búsifjar á síðustu misserum vegna snöggra breytinga á aðstæðum.

Önnur sveitarfélög við Húnaflóa sem fengu úthlutaðan byggðakvóta voru, Hvammstangi og Blönduós með 69 tonn hvort og Skagaströnd með 138 tonna byggðakvóta. Til sjávarbyggða á vestanverðum Vestfjarðakjálka var úthlutað 738 tonnum.

 
Sjá nánar um skiptingu byggðakvótans á landsvísu í þessari töflu.