28/05/2024

Heiða áfram í Idol

Heiða Ólafs (Aðalheiður Ólafsdóttir) frá Hólmavík komst áfram í Idol-stjörnuleit í kvöld. Hún fékk yfirburðakosningu og lenti í fyrsta sæti hjá þjóðinni í síðasta átta manna hópnum í 32 manna úrslitum sem steig á stokk. Þessi síðasti hópur var annars óvenjulega jafn og góður. Heiða er því komin í 10 manna úrslit sem hefjast í janúar.


Vefur Idol-stjörnuleitar er á slóðinni: http://idol.visir.is/. Næsta föstudag keppa 8 manns sem féllu út í síðustu 4 þáttum en dómnefndinni finnst að eigi skilið að komast lengra. Tveir þeirra komast svo áfram með þeim 8 sem þjóðin kaus í 10 manna úrslit.