10/12/2024

Björgunarsveitin í útkall

Björgunarsveitarhúsið á HólmavíkBjörgunarsveitin Dagrenning á Hólmavík fór í útkall klukkan 2 í nótt til að aðstoða ungt fólk sem var í ógöngum á Ennishálsi á fjórhjóladrifnum fólksbíl. Svo heppilega vildi til að bíllinn hjá þeim stoppaði á þeim bletti sem GSM-samband er og gat fólkið því látið lögreglu vita. Björgunarsveitarmenn hjálpuðu fólkinu suður fyrir Stikuháls og komust síðan til síns heima laust fyrir 8 í morgun.


Þetta er annað útkall Björgunarsveitarinnar á árinu, en hitt var einnig vegna fólks í ógöngum í umferðinni. Einnig var Björgunarsveitin kölluð út á gamlárskvöld, til að aðstoða jeppamenn.