16/10/2024

Ófærð á Ströndum

Samkvæmt vef Vegagerðarinnar nú klukkan 11:00 er vegurinn suður frá Hólmavík að Guðlaugsvík nú ófær. Eins er þungfært um Steingrímsfjarðarheiði og á Langadalsströnd og ófært um Djúp til Ísafjarðar. Þæfingur milli Hólmavíkur og Drangsness og þungfært í Bjarnarfjörð frá Drangsnesi.

Veðurspáin í dag gerir ráð fyrir norðan 10-15 m/s og éljagangi, en 13-18 á annesjum. Dregur úr vindi og ofankomu í kvöld og nótt. Norðlæg átt 5-10 og stöku él á morgun. Frost 3-8 stig.