24/06/2024

Fjör í sundi

Ágæt mæting er í sundlaugina á Hólmavík nú í upphaf nýs árs. Um 10 manns voru í sundi þegar fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is kíkti við í dag. Ekki hefur verið hægt að opna laugina alla daga, en þegar veður er óhagstætt er ekki opnað. Því getur borgað sig fyrir þá sem koma lengra að, að slá fyrst á þráðinn til að kanna stöðuna, ef skafrenningur er eða snjókoma. Annar heiti potturinn hefur nú verið tæmdur, en hinn er opinn og hitinn í honum um 40 gráður. Hitinn í lauginni er um 30 gráður sem er hlýtt og notalegt.