01/12/2024

Belgingur í veðrinu

Veður og færðSamkvæmt vef Vegagerðarinnar er hálka á vegum úr Bjarnarfirði á Drangsnes og þaðan suður Strandir. Ófært var á Steingrímsfjarðarheiði klukkan 11:00, en mokstur í gangi. Veðurspáin næsta sólarhing gerir ráð fyrir suðvestan 15-20 m/s og éljum, en norðvestan 10-15 norðan til á Ströndum. Norðvestan 13-20 og snjókoma síðdegis, hvassast á annesjum. Norðan 10-15 og él í nótt, en lægir seint á morgun. Frost 2 til 8 stig. Klukkan 9:00 í morgun var suðsuðvestan 23 m/s í Litlu Ávík.