10/12/2024

Rækjueldi á Reykhólum?

Frá Reykhólum - ljósm. reykholar.isNýverið var haldinn fundur á Reykhólum þar sem Orkuveita Reykjavíkur kynnti fyrir heimamönnum þróunarverkefni um ræktun og eldi risarækju hjá Orkuveitunni sem staðið hefur yfir nokkur undanfarin ár. Þetta var fyrsti formlegi kynningarfundur Orkuveitunnar á þessu verkefni og var haldinn á Reykhólum vegna þess að heimamenn hafa sýnt málinu mikinn áhuga.

Orkuveitumenn telja að á Reykhólum séu aðstæður til rækjueldis mjög góðar og ef af verkefninu verður þá mun eldi rækjunnar fara fram á Reykhólum þar sem nægur jarðhiti og landrými er fyrir hendi. Klakið gæti hins vegar farið fram annars staðar.

Þessa dagana eru aðilar á Reykhólum að fara yfir viðskiptaáætlun vegna verkefnisins og munu í framhaldi af þeirri vinnu kynna sér allar aðstæður á Bakka í Ölfusi þar sem Orkuveita Reykjavíkur hefur ræktað risarækju með góðum árangri, og kynna sér málið enn frekar.

Þetta kemur fram á heimasíðu Reykhólahrepps. www.reykholar.is