Categories
Frétt

Ekki sátt um Staðardagskrána

Frostreykur - ljósm. Guðbrandur SverrissonSveitarstjórn Strandabyggðar er ekki sammála um þátttöku í Staðardagskrá 21. Umhverfisnefnd sveitarfélagsins lagði á dögunum samhljóða til að hafist verði handa við að vinna að fyrstu útgáfu slíkrar áætlunar fyrir sveitarfélagið. Í þeirri vinnu er gert ráð fyrir aðkomu ritstjóra frá landsskrifstofu Staðardagskrár 21, en sú þjónusta er sveitarfélaginu að kostnaðarlausu. Umhverfisnefnd telur rökrétt að vinna eftir framtíðardagskrá og gerir ráð fyrir að vinnan við fyrstu útgáfu taki 4–6 mánuði. Lýsti nefndin sig tilbúna til að vinna að þessu verkefni.

Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkti síðan á fundi sínum þessa stefnu með þremur atkvæðum, en einn greiddi atkvæði á móti og annar sat hjá. Ekki kemur fram um hvað ágreiningurinn snýst.