23/04/2024

Lagt til að póstafgreiðsla verði á Borðeyri

BorðeyriÁ fundi hreppsnefndar Bæjarhrepps á dögunum var tekið fyrir bréf frá Póst- og fjarskiptastofnun þar sem framlengdur var frestur til athugasemda vegna fyrirhugaðrar lokunar Íslandspósts á póstafgreiðslu á Stað í Hrútafirði. Í fundargerðinni kemur fram að hreppsnefndin bendir á að á Borðeyri er byggðakjarni og einnig afgreiðsla Sparisjóðs Húnaþings og Stranda. Mörg dæmi séu um samvinnu Íslandspóst og Sparisjóðanna víða um land og hvetur hreppsnefnd því Íslandspóst að skoða þann möguleika að flytja þjónustuna að Borðeyri.