11/09/2024

Bændahátíð næstu helgi

Sauðfjársetur á Ströndum hefur nú blásið til árlegrar Bændahátíðar setursins um næstu helgi, en henni var frestað á dögunum vegna ótryggs veðurútlits. Skemmtunin verður haldin í Sævangi laugardagskvöldið 19. nóvember í blíðskaparveðri og hefst kl. 20:00. Á bændahátíð verður að venju margt til skemmtunar, þaulæfð og fjölbreytt skemmtiatriði, ræðumaður sem kemur á óvart, dýrindis grilluð lambasteik og dansiball á eftir þar sem Gunnlaugur Bjarnason og Sigríður Óladóttir spila og syngja. Skráning á hátíðina fer fram í síma 451-3474 (Ester á Kirkjubóli) og á saudfjarsetur@strandir.saudfjarsetur.is og er skráningarfrestur til föstudags.