19/09/2024

Atvinnuþróun og tækifæri í dreifbýli

Á morgun, miðvikudaginn 16. nóvember kl. 12:00, verður hádegisfundur í Sævangi þar sem tvö atvinnuþróunar-verkefni tengd dreifbýlinu eru kynnt. Er þar um að ræða félagsskapinn Lifandi landbúnaður sem er grasrótarhreyfing kvenna í dreifbýli og verkefnin Byggjum brýr og Sóknarfæri til sveita sem er nýsköpunarverkefni í dreifbýli. Súpa og brauð verður á boðstólum og eru allir sem áhuga hafa á atvinnumálum á Ströndum hvattir til að mæta og kynnast því hvað í þessum verkefnum felst. Þekking á verkefnunum er t.d. nauðsynleg þeim sem standa í fyrirtækjarekstri í dreifbýli eða hafa hugmyndir á því sviði, sveitarstjórnarmönnum og ferðaþjónum. Nýsköpun, sóknarfæri, hugmyndavinna og tækifæri – allt verður þetta til umræðu á fundinum sem stendur í um það bil einn og hálfan tíma. Mætum öll.