07/05/2024

Aukning í myndbandagerð á strandir.saudfjarsetur.is

Ljósm.: Sigurður AtlasonEins og glöggir lesendur strandir.saudfjarsetur.is hafa væntanlega tekið eftir þá hefur orðið nokkur aukning í gerð myndbandaefnis á fréttavefnum undanfarnar vikur. Ætlunin er að efla þann part fréttavefsins enn frekar. Áhugasömum er bent á að hægt er að stækka myndböndin á skjánum með því að tvíklikka á þau eftir að sýning er hafin. Þá fyllir myndin yfir allan tölvuskjáinn. Hægt er að skoða þau myndbönd sem enn eru geymd á vefþjóninum með því að velja Myndbönd, í bláu tenglaröðinni efst á síðunni. Eldri myndbönd eru færð á YouTube síðu og þau er hægt að nálgast með því að smella hér.

 Því miður þá eru fjarskiptamál á öllum Ströndum ennþá á þann veg að svona útsendingar henti fyrir alla íbúa svæðisins. Það telur ritstjórn strandir.saudfjarsetur.is mjög miður og álítur að þurfi að gera enn sterkari kröfur til stjórnvalda um að Strandamönnum sé boðið upp á sömu fjarskipti og langflestir aðrir landsmenn.