28/04/2024

Gott kvöld á Hólmavík

Leikfélag Hólmavíkur æfir nú leikritið Gott kvöld eftir Áslaugu Jónsdóttur. Um er að ræða barnaleikrit með söngvum og eru leikarar alls 22. Flestir í leikarahópnum er nemendur í Grunnskólanum á Hólmavík, en reynsluboltar úr leikfélaginu taka einnig þátt. Leikstjóri er Kristín Sigurrós Einarsdóttir. Í leikritinu segir frá strák sem er aleinn heima um kvöld með bangsa sér til halds og trausts, þegar pabbi skreppur frá til að sækja mömmu. Ótal furðuskepnur koma í heimsókn, þannig að stráksi og bangsi hafa nóg við að vera. Leikritið hlaut tilnefningu til Grímuverðlaunanna árið 2008 sem besta barnaleikritið. Stefnt er að frumsýningu 29. desember.

Letihaugur

frettamyndir/2011/640-gottkv3.jpg

Frá æfingum – ljósm. Jón Jónsson