01/05/2024

Beint á Strandir í fyrstu ferð sinni til Íslands

{mosvideo xsrc="galdraheimsokn" align="right"}Koma ferðamanna á Strandir einskorðast ekki eingöngu við sumarmánuðina en nokkuð
er um að erlendir ferðamenn aki á Strandir yfir háveturinn. Í gærkvöldi
heimsótti svissnesk fjölskylda Galdrasafnið á Hólmavík og kynnti sér þar sögu
galdramála á Íslandi. Þau koma frá Ticino héraðinu í Sviss, hérað þar sem
ítalska er opinbert tungumál. Fjölskyldufaðirinn  Franco Cattaneo varð fyrir
svörum þegar þau voru innt eftir upplifun sinni á sýningunni.