01/05/2024

Góður smalahundur er gulls ígildi

{mosvideo xsrc="smalahundur" align="right"}Tíðindamaður strandir.saudfjarsetur.is rak í rogastans þegar hann átti leið um norðanverðan Steingrímsfjörð fyrr í dag. Rak hann þar augun í bónda í nágrenninu á harðaspretti á undan fé sínu og var engu líkara en hann hefði skapraunað þar 64 gemlingum svo herfilega að þeir ákveðið að elta hann uppi og tala við hann með tveimur hrútshornum og gott ef ekki fleiri. Þegar fréttaritarinn rak augun í smalahundinn aftan við fjárhópinn þá rann upp fyrir honum ljós því Guðbrandur á Bassastöðum á þennan forláta smalahund sem sér til þess að ásetningarfé bóndans ratar rétta leið heim á hlað. Guðbrandur var tekinn tali þegar hann hafði komið sér fyrir í baðstofunni eftir hlaupin á undan fénu.