13/12/2024

Aukin bjartsýni með Hvalárvirkjun

Pétur í Ófeigsfirði og Össur iðnaðarráðherraForsvarsmenn Vesturverks ehf sem vilja virkja Hvalá í Ófeigsfirði á Ströndum eru nú bjartsýnni en áður vegna jákvæðra umræðna á Alþingi í gær. Þetta kom fram í Svæðisútvarpi Vestfjarða og á www.ruv.is. "Næsta skref er að Landsnet fái heimild til að ganga til samninga við um frekari uppbyggingu á virkjuninni segir Gunnar Gaukur Magnússon hjá Vesturverki. Hann sagði í samtali við fréttastofu [RÚV] að nú þegar væru samningaviðræður hafnar við HS Orku um aðkomu að virkjuninni. HS Orka hét áður Hitaveita Suðurnesja hf en var skipt upp í 2 aðskilin fyrirtæki, HS Orku hf framleiðslu- og sölufyrirtæki raforku, en HS Veitur hf, sem er dreifi- og veitufyrirtækið."