11/09/2024

Jólaandi í tippinu?

Jólaandinn er greinilega farinn að svífa yfir vötnum í tippleik strandir.saudfjarsetur.is. Um helgina tóku Liverpool-aðdáandinn Jón Eðvald Halldórsson og Chelsea-maðurinn Kristján Sigurðsson höndum saman og gerðu jafntefli, að því er virtist í mesta bróðerni. Lokatölur urðu 4-4. Þeir þurfa því að mætast aftur á næstu helgi og þá er spurning hvort einhver miskunn verði sýnd í anda væntanlegrar jólahátíðar. Úrslit helgarinnar og árangur Nonna og Kristjáns má sjá hér fyrir neðan auk stöðunnar í leiknum, en þar virðist enginn eiga séns í Kirkjubólsbóndann Jón Jónsson – í bili að minnsta kosti!

Árangur tippara hingað til:
1. Jón Jónsson – 4 sigrar (5 jafnt.)
2. Höskuldur Birkir Erlingsson – 2 sigrar (1 jafnt.)
3-4. Smári Gunnarsson – 1 sigur (2 jafnt.)
3-4. Jón Eðvald Halldórsson – 1 sigur (2 jafnt.)            
5. Þröstur Áskelsson – 0 sigrar (3 jafnt.)
6. Halldór Logi Friðgeirsson – 0 sigrar (2 jafnt.)
7. Kristján Sigurðsson – 0 sigrar (1 jafnt.)
8-10. Björn Fannar Hjálmarsson – 0 sigrar
8-10. Höskuldur Búi Jónsson – 0 sigrar
8-10. Guðmundína A. Haraldsdóttir – 0 sigrar

Sá sigrar í leiknum sem vinnur flestar viðureignir. Ef keppendur ná jafnmörgum sigrum vinnur sá sem hefur gert fleiri jafntefli. Ef enn er jafnt eftir það gildir meðaltal stiga yfir veturinn. Ef meðaltalið er jafnt (sem væri í hæsta máta ótrúlegt) þurfa keppendurnir að keppa í bráðabana með því að tippa á getraunaseðil.

LEIKIR

ÚRSLIT

NONNI

KRISTJÁN

1. Chelsea – Wigan

1

1

1

2. Blackburn – West Ham

1

2

2

3. WBA – Man. City

1

2

2

4. Bolton – Aston Villa

X

1

1

5. Birmingham – Fulham

1

X

2

6. Charlton – Sunderland

1

1

1

7. Newcastle – Arsenal

1

2

2

8. Leeds – Cardiff

2

1

X

9. Crystal Palace – Wolves

X

2

2

10. Derby – Preston

X

2

2

11. Ipswich – QPR

X

X

1

12. Crewe – Norwich

2

2

2

13. Hull – Sheff. Wed.

1

X

1

 

 

4 réttir

4 réttir