11/09/2024

Upplýsingar um ferðaþjónustu

Vefur Upplýsinga-miðstöðvarinnar á Hólmavík verður uppfærður nú á næstunni og vegna þess óskar miðstöðin eftir að ferðaþjónar á Ströndum skoði vefsíðuna www.holmavik.is/info vandlega við fyrsta tækifæri, sérstaklega upplýsingar um þá sjálfa undir tenglinum Ferðaþjónar. Athugasemdir óskast síðan sendar á info@holmavik.is. Vefurinn er mikið notaður við upplýsingaleit og pantanir á þjónustu þannig að mikilvægt er að vera rétt skráður og gæta vel að netföngum og símanúmerum. Nýjungar og breytingar þurfa að sjálfsögðu líka að koma fram á vefnum.