Categories
Frétt

Jólaundirbúningur á Café Riis

Café RiisÞað verður mikil jólastemmning á Café Riis um næstu helgi, síðustu helgina fyrir jól. Á
föstudaginn verður veitingastaðurinn opinn fyrir pizzur frá 18:00 – 20:00 og á
laugardagskvöldið verður dansleikur þar sem hljómsveitin Draugabanarnir leika
fyrir dansi. Húsið opnar kl 22:00. Á sunnudaginn frá kl. 18:00 verður svo Skötuveisla Café Riis. Þar verður ásamt skötunni meðal annars boðið upp á saltfisk, siginn fisk og að sjálfsögðu selspik sem er nauðsynlegt í
jólaundirbúningi Strandamanna. Café Riis hefur starfrækt mötuneyti fyrir
grunnskólann og leikskólann frá því haust og það hafa allir aðrir sem viljað
hafa einnig geta nýtt sér það í hádeginu. Þá þarf að láta vita með fyrirvara.