Categories
Frétt

Stekkjastaur kemur til byggða í nótt

Búast má við að börn víðs vegar um landið setji skóinn sinn út í glugga í kvöld, í von um að fá í hann gersemar eða góðgæti. Ef allt fer eins og venjulega kemur fyrsti jólasveinninn til byggða í nótt og ef að líkum lætur verður það Stekkjastaur sem verður fyrstur á ferðinni, enda eru sveinkarnir vanafastir. Í kjölfarið fylgja bræður hans einn af öðrum og Kertasníkir verður örugglega síðastur eins og venjulega.