25/09/2023

Það er svo gaman að leika

Sigurður Atlason og Gunnar JóhannssonLeikfélag Hólmavíkur er farið að hugsa sér til hreyfings og í dreifimiða er óskað eftir fólki úr Strandabyggð og nærsveitum sem vill taka þátt í uppsetningu á gamanleik (farsa) með leikfélaginu á næstu vikum. Að venju vantar leikara, sviðsmenn, búningahönnuði, sminkara, ljósamenn og alla aðra sem vettlingi geta valdið. Ætlunin er að hittast í félagsheimilinu á Hólmavík sunnudagskvöldið 15. febrúar kl. 20:00 og eru alilr sem áhuga hafa á að taka með einhverjum hætti þátt í uppsetningunni hvattir til að mæta. Í dreifimiðanum kemur fram að verið er að skoða möguleika á að ferðast með leikritið til Færeyja.