22/12/2024

Allt á floti …

Glímt við stíflunaAllmargir Strandamenn hafa þurft að glíma á einn eða annan hátt við vatn í dag, eftir miklar leysingar síðasta sólarhringinn. Vegagerðarmenn náðu að opna ræsi við Kirkjuból laust fyrir hádegi með því að kraka stíflur úr tveimur rörum. Þar hafði myndast mikið stöðuvatn ofan vegar.

 

 

Sigvaldi og Nonni Villa búnir að opna annað rörið.

Og þar opnaðist hitt – verki lokið.

Sverrir Lýðsson frá Húsavík krakar frá ræsi í morgun.

Malarnáma á Heiðarbæjarmelum – Gústi frá Heiðarbæ kominn um borð í tækið til að koma því á þurrt.

Afleggjarinn fram að Tröllatungu í morgun.

Túnin í Húsavík á floti.