29/05/2024

Myndir frá Pollamóti

Síðasta miðvikudagskvöld var haldið Polla- og pæjumót HSS í fótbolta á Skeljavíkurvelli. Tíðindamaður strandir.saudfjarsetur.is var á hliðarlínunni að hvetja sína menn og smellti af myndum handahófskennt út í loftið, af leikmönnum og áhorfendum, áður en honum varð svo kalt á höndunum að hann gat ekki meir. Veðrið hefur oft verið betra, en þennan seinnipart. Þó sáust oft glæsileg tilþrif, bæði hjá leikmönnum, stjórnendum og dómurum. Keppt var í tveimur flokkum, 6-10 ára og 11-14 ára, og var skipt í lið á staðnum. Tvö lið voru í hvorum flokki og fengu allir sem þátt tóku verðlaunapening frá HSS fyrir frammistöðuna.

Ljósm. Jón Jónsson