28/03/2024

Nafnið Strandabyggð fékk flest atkvæði

Samhliða kosningum til sveitarstjórnar í sameinuðum Broddanes- og Hólmavíkurhreppum var kosið um nafn á nýja sveitarfélagið. Var kosið á milli þriggja nafna. Strandabyggð fékk 95 atkvæði samkvæmt fyrstu tölum sem kjörnefnd gaf upp, Sveitarfélagið Strandir fékk 38 atkvæði og Strandahreppur 29 atkvæði. Mjög mörg atkvæði voru auð og ógild eða 117 og hafði nafnið Hólmavíkurhreppur verið skrifað á allmörg þeirra eða öll nöfnin strikuð út.