10/12/2023

Jólahlaðborð um helgina

Hið árlega jólahlaðborð verður næstu þrjú kvöld á Café Riis. Mikil þátttaka er að þessu sinni en von er á ríflega 70 gestum í kvöld og 120 annað kvöld. Á sunnudaginn ætla síðan eldri borgarar að hittast í jólagleðskap og gera sér glaðan dag. Borðhaldið hefst öll kvöldin kl. 19:30 en húsið opnar kl. 19:00. Dansleikir hefjast kl. 23:00 en það er Bjarni Ómar sem leikur fyrir dansi. Heyrst hefur að þrjár helstu karókístjörnurnar frá söngvarakeppninni í haust muni einnig troða upp með sérstaka jóladagskrá svo það er von á mikilli jólastemmningunni á Hólmavík alla helgina. Hinn góðkunni Stebbi kokkur mun leggja hjálparhönd við matreiðsluna.