01/03/2024

„Allir vegir færir“

Nefnd um stefnumótun í atvinnumálum í Hólmavíkurhreppi sem skipuð var í febrúar 2004 hefur skilað af sér skýrslu um verkefni sitt. Á fundi Hólmavíkurhrepps í gær var fjallað um skýrsluna sem ber nafnið “Allir vegir færir” og er stefnumótun í atvinnumálum i sveitarfélaginu. Hreppsnefnd þakkaði á fundinum störf nefndarinnar og bar fram þá ósk að hún starfaði áfram. Jafnframt telur sveitarstjórn Hólmavíkurhrepps nauðsynlegt að ráðinn verði starfsmaður til að vinna að atvinnusköpun og byggðaþróun í sveitarfélaginu og var sveitarstjóra falið að hafa samband við Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða og leita eftir því að fá starfsmann á svæðið. Fundargerð hreppsnefndar Hólmavíkurhrepps má nálgast hér.