28/09/2023

Sviðaveisla og skemmtun í Sævangi

645-svidav7

Sviðaveisla verður haldin í Sauðfjársetrinu á Ströndum í Sævangi laugardaginn 24. október. Heit svið, reykt og söltuð, sviðalappir og sviðasulta. Blóðgrautur, brauðsúpa og ávextir með rjóma í eftirrétt. Húsið opnar kl. 19:00, borðhald hefst kl. 20:00. Skemmtiatriði, söngur og sprell! Veislustjóri verður hinn síkáti Miðhúsabóndi, Viðar Guðmundsson. Miðaverð er kr. 4.800 – Panta þarf miða í síðasta lagi 21. október í s. 693-3474 (Ester) í skilaboður hér á feis eða saudfjarsetur@strandir.saudfjarsetur.is.