11/10/2024

Hólmavíkurhreppur vill flýta Arnkötludal

Sveitarstjórn Hólmavíkurhrepps ákvað á fundi sínum í gær að taka undir hugmyndir um flýtiframkvæmd vegna vegar um Arnkötludal og Gautsdal. Til umfjöllunar var bréf frá Ísafjarðarbæ þar sem sú hugmynd var sett fram að sveitarfélög á norðanverðum Vestfjörðum myndu sameinast um að vinna að fjármögnun framkvæmda svo þær gætu hafist fyrr en ella. Í vegaáætlun er fyrst gert ráð fyrir fjármagni í þennan veg 2008 og dugar fjárveiting þá tæpast til að hefja framkvæmdir. Hreppsnefnd Hólmavíkurhrepps samþykkti á fundinum að óska eftir viðræðum á milli sveitarfélaganna sem fyrst, en auk Hólmavíkurhrepps hafa Ísafjarðarbær, Bolungarvík og Súðavíkurhreppur sýnt áhuga á að leggja fjármagn í verkefnið.