Categories
Frétt

Aðventuhátíð Kórs Átthagafélags Strandamanna

Aðventuhátíð Kórs Átthagafélags Strandamanna verður haldin í Bústaðakirkju sunnudaginn 14. desember og hefst kl. 16.30. Þar stjórnar Krisztína Szklenár söng kórsins, auk þess sem barnakórinn syngur nokkur lög undir stjórn Jensínu Waage. Einsöngvari með kórnum er Jóhann Friðgeir Valdimarsson. Séra Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur flytur hugvekju. Vert er að minna á hið veglega kaffihlaðborð kórsins að loknum tónleikum en það er innifalið í miðaverði. Það er von kórsins að sem flestir hafi tök á að mæta og eiga góða stund, en fjölmörgum finnst aðventuhátíðin ómissandi þáttur í undirbúningi jólanna.